Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Ársspá í júlí 2013

Mjög aukin umferð í júlí

Umferðin jókst um nærri 4 prósent

1.8.2013

Mikil aukning varð í umferðinni á Hringveginum í júlí og jókst hún um 3,7 prósent frá sama mánuði í fyrra, útlit er nú fyrir að aksturinn í ár aukist um 3-4 prósent.

Milli mánaða

Á 16 völdum talningastöðum á Hringvegi jókst umferð um 3,7 % í nýliðnum júlí mánuði borið saman við sama mánuð árið 2012. Umferðin jókst í öllum landshlutum nema á Suðurlandi.

Hlutfallslega jókst umferðin mest á Austurlandi eða um tæplega 25 % en tæplega 2 % samdráttur varð hins vegar í umferðinni um Suðurland.

Á einstaka talningastöðum jókst umferð mest um talningasnið við Gíslastaðagerði á Austurlandi eða um tæplega 28% en dróst mest saman yfir Hellisheiði eða 2,7 %.

Umferð um Hvalfjarðargöng jókst um 2,8 % í nýliðnum júlí miðað við sama mánuð á síðasta ári.

 

SamabJuli2013

 

Milli ára

Það sem af er ári hefur umferðin nú aukist um tæp 4 % á milli ára. Þetta er mesta aukning frá áramótum síðan árið 2007 og í fyrsta sinn síðan árið 2009 að uppsöfnuð umferð frá áramótum mælist jákvæð.

Horfur út árið

Vegna mikillar umferðaraukningar, í nýliðnum júlí mánuði í mælisniðunum, eru líkur á að akstur á öllu landinu geti aukist um 3 - 4 % í ár m.v. síðasta ár.

 

Talnaefni.